Greiðsluverkfall..........og hvað svo?

Nú stendur yfir könnun um þann gjörning að hefja greiðsluverkfall. Þetta þýðir í raun ótímabundin greiðslustöðvun. Auðvelt í framkvæmd. Hætta að borga af lánunum og basta. En hvaða afleiðingar hefur það? Kerfið heldur áfram að vinna, og upp hlaðast allskonar gjöld og sektir. Þeir sem ætla að taka á sig rögg og fara í greiðsluverkfall, eru greinilega tilbúnir að gang út úr samningnum án nokkurra skilyrða um endurgreiðslu á meintri eign þeirra í hinu veðsetta. Semsagt ganga út. Sumir hafa engu að tapa fjárhagslega. Aðrir einhverju, frá því að vera lítið upp í stórfellt tap. Það er í rauninni ekki aðalatriði hversu stórt tapið er í fjármunum, heldur er gjörningurinn aðalatriðið. Þetta hefur ekki verið reynt áður af samtökum, með eitthvað á bak við sig eins og lögfræðiaðstoð í komandi atlögu. Áður voru það bara einstaklingar og fyrirtæki sem hættu að borga af lánum vitandi hvernig það myndi enda. Þetta hefur verið í gangi í mörg ár, og var ein af tekjulindum peningastofnana, hvort sem þar var um að ræða banka, húnæðismálastofnun, eða lífeyrissjóði. Allar þessar stofnanir mökuðu krókinn þannig. Það kæmi mér ekki á óvart, að heildareign landsmanna í fasteignum á landinu hafi farið í gegn um ferlið , þannig að bankarnir hafi náð til sín eignaupptöku a.m.k. einu sinni á hverja eign að meðaltali. Þetta eru einhverjir þúsunda milljarðar í gegnum tíðina. Þar fyrir utan náðu þessar stofnanir sér í fjármuni á ýmsa vegu, allar gróðavænlegar, nema kannski sjálf útlánin, sem áttu jú að vera sá business sem þessar stofnanir voru í. Þau skiluðu vöxtum sem voru alls ekki sú tekjulind sem þessar stofnanir urðu feitar á. Það voru eignaupptökurnar, verðbæturnar, vanskilagjöld, okurdráttarvextir, FIT kostnaður, seðilgjöld og allskonar þjónustugjöld, sem voru tekjulindirnar. Allt saman tekjur af liðum sem voru ekki voru tilgreindar á áætlun. Aðeins mismunur á útlánsvöxtum og innlánsvöxtum var það sem í hendi var. Og það gaf ekki það í kassann sem eigendur stofnananna gátu sætt sig við. Ávöxtunarkrafa var algengt orð, þegar eitthvert okur atriðið var sett á laggirnar. Ekki svo mikið minnst á ávöxtunarkröfu núna. Þess þarf ekki. Það atriði er sjáfvirkt núna. Núna eru verulega feitir dagar framundan hjá sumum og verða enn feitari þegar fólk fer að sjá aðeins upp úr skuldafeninu, og fer að fjárfesta aftur í eignaupptökunni. Svo byrjar sami hringurinn aftur. Enginn hefur lært neitt nýtt. Sama gryfjan, á sama stað, jafn djúp með jafn háu falli. Ekki einu sinni Asni með gulrót mundi falla í sömu gryfjuna aftur. 

Og hana nú.


mbl.is Ætla að boða greiðsluverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband