16.10.2008 | 12:40
Hvar eru mennirnir?
Það hefur verið hljótt um fyrrverand umsvifa- prinsa þjóðarinnar nú í nokkra daga.
Hvar eru feðgarnir og hvað eru þeir að gera?
Flugufregn að þeir hafi farið með einkaþotunni í síðustu viku, með óvenjumargar ferðatöskur með sér.
Halda einhverjir að seinna muni strákurinn koma og kaupa ísland með öllu, og skrfa bók um Landsbankamálið. Síðan væri tilvalið að fara fram á opinbera rannsókn á því á meðan eitthvað annað væri að krauma í pottunum í bakherberginu.
Hvar er mr. Glitnisson og hvað er hann að gera?
Er hann kannski í eilífðarsumarfríi á Krít?
Eru einhver svör?
Langar Auði Kapital í nýtt æfintýri?
Ætli við mundum sjá "Íslendigar kaupa Sigurbogann" á forsíðum einhversstaðar?
Kannski er bara best að bankarnir séu í eigu landsmanna í formi ríkisforjár. Það dugði þá, þótt ekki væri verið að fjárfesta hér og þar og allstaðar. Ekki langar mig í nýja Víkingakvennaútrás.
Hvað um þig?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.