Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Eva Joly, hvað?

Mér hefur fundist dálítið merkileg skrif hafa komið fram um Evu Joly og hennar afskipti hér á landi. Ég er nú ekki beint einn af þeim sem álíta að í hverri grein atvinnulífsins þurf að vera kvenna- eitthvað. En hún hefur sko tekið til hendinni svo um munar, og má líkja henni við súperræstitækni, sem hefur flett ofan af skítnum í ranni opinbera geirans og gert verulegan skurk í að moka flórana í bankafjósunum. Ég hef fengið það á tilfinninguna eftir yfirlýsingar hennar tengdu starfi sem hún hefur haft sem sérlegur ráðgjafi, að hún hafi nokkuð til síns máls. Þar með tek ég það alvarlega þegar hún telur að Magma sé loðið fyrirtæki. Það sem meira er, að sennilega veit hún meira um það apparat en hún segir berum orðum. Þess vegna bendir hún á að það þurfi að rannsaka það mál aðeins betur.

Ég tek mátulega mark á neikvæðum skrifum um þennan ráðgjafa, þar sem ég geri ráð fyrir að skríbentarnir séu ekki sitjandi í skuldasúpu, atvinnulausir og velja um það á hverjum degi, hvort það eigi að vera vatnsgrautur eða bónusbrauð í kvöldmatinn. Allavega ekki úr hinni afhausuðu millistétt umtalaðri.

Sem betur fer lítur út fyrir að Sérstakur Saksóknari láti ekkert á sig fá og óska ég honum til hamingju með nýjan starfsvettvang.


Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband