14.11.2008 | 00:05
Skríll hvað?
Það getur verið að það séu skrílslæti, að kasta eggjum í Þinghúsið. En saklaus eru þau nú samt.
En hvað gæti það nú kallast að kasta 35.000.000 krónu skuld yfir hvert einasta mannsbarn á Íslandi?
Löggjafinn hefur nú ekki verið að sitja auðum höndum, þegar almenningur er að mótmæla. En sá hinn sami löggjafi sat auðum höndum þegar örfáir bófar stálu öllu sparifé landsmanna. Það er ekkert eftir þar sem +/- uppgjör á fjárhag landsins er - 35,000.000 x 300,000. = -10,500,000,000,000. Kannski er einhver annar sem hefur betri skil á þessu. Þetta eru sennilega fleiri krónur, en störnurnar sem við sjáum berum augum á heiðskíru vetrarkvöldi.
Hvar eru mennirnir sem gerðu þetta? Hvað eru þeir að gera? Hver ætlar að koma böndum á þá?
Það var hlegið að óhamingju íslendinga á Möltu. He he. Sá hlær best sem síðast hlær. Viðbrögð nágranna okkar og þessara geðhjúkrunarfræðinga segir nú ýmislegt. Þetta fólk hefur öfundað okkur óumræðanlega á tímum velmegunarinnar hér, og kannski ekkert skrítið, því það eiginlega botnaði ekkert í þessu öllu. Nú þykir þeim tími til þess að fá útrás fyrir öfundina og breyta henni í niðurlægingu. Gott hjá þeim. Verði þeim að góðu.
Ég var einu sinni að vinna á Kleppi. Í byrjun var ég í hreinum vandræðum, því ég gat ekki séð mismuninn á starfsmönnum og vistmönnum. Þetta kom mér mjög ílla að endingu. Það gerðust margir spaugilegir hlutir þar, sem renna stoðum undir það, að lítill munur er á Jóni og Séra Jóni.
Nú en menn þurfa semsagt ekki að taka þetta nærri sér. Mismunurinn á geðhjúkrunarfóki (ekki neitt persónulegt) og sjúklingum þeirra er minni en það heldur. Lítill sjáanlegur munur er, og mismunurinn á virkni heilabúsins er ekki mælanlegur, enda um mícro mismun að ræða. Enn merkilegri er sá þáttur, að þau vita næstum ekkert um orsakir krankleikans. Eina sem sagt er að vitað sé, að boðefnin séu í einhverju hringli. Kannski boðefnin hafi hringlast eitthvað á þessari ráðstefnu? Hver veit. Vill einhver raflost?
Þjóðverjinn sem hingað er kominn til þess að spyrjast fyrir um peningana sína.... Tja, nú er þörf. Ég er ekki í skapi til þess að grínast með hans vandamál. Og það er engin afsökun að ég hafi tapað mun meira fé, því þessar 140 millur sem við fjölskyldan skuldum allt í einu upp úr þurru er dálítið hressilegri útfærsla á tapi. Auðvitað fyrir utan beint tap, sem ég er ekki búinn að gera upp ennþá. Miðað við eignastöðu fyrir og eftir fall, er það nú samt talsvert. Ef þessi Þjóðverji fær nú aurana sína aftur handa börnunum sínum, hver mun þá borga það. Jú, börnin mín. En ég geri ráð fyrir að það sé honum nú alveg sama um.
Ég trúi nú á Guð almáttugan og hef gert lengi. Eða síðan ég var kominn í sálarþrot, og fékk stuðning frá honum. Allavega var það enginn mannlegur sem studdi mig þar. Hann mun líka leiða okkur öll út úr þessu. Hann hefur sennilega sett undirheima í vinnu, við að grafa tunnel frá olíusvæðunum í Norðurjó upp að austurlandi, og er búinn að hleypa öllu svartagullinu yfir til okkar.. he he. En áður en við byrjum á þessu dæmi, var rétt að leyfa okkur að kynnast því hvað gerist, þegar móralslausir krimmar, bullyar og rússnesk dannaðar peningasugur (sombies) komast í sjóði landsmanna. Látum nú þetta okkur að kenningu verða. Þetta hefur gerst áður. Kannski í jafn stórum mælikvarða. Við vitum það bara ekki.
Góðir landsmenn. Munið þetta. Í dag vorkennir okkur enginn, nema Færeyjingar. Þeir þekkja þetta af egin raun. Það hlakkar í öllum öðrum. Ég heyrði í viðtali við forsetann held ég, og fleirum, "Bretland sem hefur verið okkar vinaþjóð til margra ára". Ojæja. Bretland hefur aldrei verið vinaþjóð neinna nema Bretlands. Þeir hafa haft óhemju fé af opíumsölu, þrælahaldi, harðlínupólitík gegn fátækum í sínu eigin landi. You just name it. Í Bretlandi lifa tvær þjóðir. Sú mannfærri (The Lion and its tail) og svo hin mannfleiri (The shield). Ég gef nú frat í Ljónið, enda grálúsugt. Allskonar snýkjudýr lafa utan á því. Það er því í raun veikburða. Enda hefur Ameríski Skallaörninn reddað því oftar en tali tekur. Reyndar hefur íslenska fjóreykið líka reddað því oftar en ekki. Við vorum jú vinir þeirra þegar við gátum lánað þeim ósökkvandi flugmóðuskip og fisk í trantinn. Við erum nú ekki búnir að gleyma þessum reddingum þegar Þýski Örninn var að klóra í afturendann á Ljóninu. Við vorum líka vinir þeirra þegar þá vantaði uppáskrift upp á slátrunarleyfið á Írak. En það dugir nú skammt. Það er rétt að muna þetta næst þegar þeir lenda í súpunni. Þeir geta bara étið hana sjálfir.
Og hana nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.