16.11.2008 | 20:24
Ársreikningar verði í evrum, hvað?
Finnbogi Jónsson skrifar í Mbl. 16.nóv.2008
Að ársreikningar og þarmeð allir rekstrarreikningar verði í evrum hjá öllum fyrirtækjum í landinu er gott og blessað. En hvað með ársreikninga fjölskyldunnar. Ég sé hvergi minnst á hið vinnandi afl. Mér finnst annaðhvort skuli öll uppgjör gerð í evrum, eða engin. Það skekkir heildarmyndina, ef fyrirtæki geri upp í evrum, en laun séu reiknuð í krónum. Ef menn vilja eitthvað vera að vasast með evrur, þá skuli bara skifta yfir í evru. Þá verður þetta bara sjálfgefið. Allir geta reiknað í evrum. Jafnrétti þarna líka.
Þegar hjón giftast, hvernig svo sem hjónabandið er nú samsett, eru settir upp hringar. Venjulega gullhringar. Það væri ekki jafnrétti á hvorn veginn sem væri, að annar hringurinn væri úr gulli, en hinn úr blýi. Þessir tveir málmar hafa háa eðlisþyngd, en mishátt verðmæti. Hvor aðilinn ætti að bera hvorn? Þetta er í sjálfu sér léttvægur samanburður. En upprunalegt hlutverk hringsins, er verðmæti sem hægt var að selja í neyð. Eins konar trygging til handa báðum aðilum. Síðan hafa þessi hringabítti orðið táknræn, en ekki með ætlunarverk eins og áður var. Þetta er eldgamall siður, og sumstaðar í austurlöndum er þetta virkt enn í dag.
Ég er nú bara að bera þetta saman við það, að einn hluti þjóðfélagsins skuli vera með öll umsvif í gjaldmiðli sem er einhvers virði, en annar skuli bara dúllast með íslenskar plattkrónur. Eitt skal yfir alla ganga hér. Jafnvel þótt laun hér á landi verði 30% af launum annarstaðar í Evrópu. Í raun kunna atvinnurekendur alls ekki að skammast sín fyrir það sem er að gerast hér. Sérstaklega ekki þeir sem eru í ágætis stöðu þrátt fyrir allt. Lágmarks laun í Danaveldi eru einhverstaðar nálægt 20,000. dkr. Lágmarkslaun hér á landi eru 136.000. pl.kr. Nú ekki auðvelt að reikna út mismuninn þar sem enginn veit hvert gengi plattkrónunnar er. En 20.000. dkr. eru einhverstaðar á milli 400.000 og 500.000 pl.kr. Auðvitað eru atvinnurekendur að hræra í launþegum með dulbúinni hótum um atvinnumissi og allt það. Ég held að nú sé mál að linni. Ætlunin er að velta öllu skuldafenininu yfir á launþega og ekki nóg með það. Launþegar eiga líka að borga fyrir það að koma allskonar smáfyrirtækjum á laggirnar með lúsarlaunum, eða helst engum launum. Veita skattaívilnanir á kostnað venjulegra skattgreiðanda. Velta verðlaginu, lánaokrinu og yfirleitt öllu sem skussarnir geta grætt á yfir á launþega, öryrkja, gamalmenni, og börn þeirra. Milljarðaþjófarnir labba enn um með montprikin sín eins og ekkert hafi í skorist og heimta ívilnanir og eftirgjafir, afslætti og greiðslufresti. Á glarmúrmáli heitir þetta;Nú verða allir að standa saman og vera jákvæðir. Á mannamáli;Nú skulið þið allir fá sultarlaun, ekkert múður og þegja svo,
HVAÐ Á ÞETTA EGINLEGA AÐ ÞÝÐA!
OG HANA NÚ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.