18.11.2008 | 00:59
Aulabrandarar Davíðs!
Það er ekki laust við að ég vorkenni Davíð kallinum að vera búinn að koma sér í þessa aðstöðu. Það hlýtur að vera erfitt að vinna að þeim málum sem hann á að vera að vinna að, með 90% þjóðarinnar á móti sér. Allavega treysta 90% honum ekki samkvæmt skoðanakönnun fréttastofu stöðvar 2. Þó skekkjan væri töluverð, eru þetta samt sláandi tölur fyrir Davíð. Þannig getur hann reiknað út, að á bak við þennan háværa hóp á Austurvelli sé hinn þögli hluti, gríðarlegur hópur. Þó honum þyki hópurinn sem sýndi sig heldur lítilfjörlegur, og kennir útliti sínu um, getur hann huggað sig við þessa útkomu. Kannski lítur hann ekki svo illa út eftir allt saman. Ég vorkenni honum, því ég reikna með að hann sé í norminu, og þá hlítur öll útkoman, bæði hrunið í kerfinu og stuðningstölurnar, að hafa veruleg áhrif á sálartetrið. Ef það gerir það ekki, þá er eitthvað óskiljanlegt að gerast hjá manninum. Aulabarandarar Davíðs eru sennilega lýsandi dæmi um ástandið hjá honum. Gott dæmi um aulabrandara, var þegar Dísarfell fórst fyrir sunnan land og tveir menn létu lífið þar. Menn voru komnir í sjóinn í flotgöllunum sínum og veltust um í hafróti og brotsjóum. Ekki glæsilegt fyrir þessa menn í svona aðstöðu. Þeir höfðu bundið sig saman og voru því í einni bendu. Einn mannana segir við annan til hughreystingar.Það er búið að panta þyrluna, hún kemur bráðum að sækja okkur. Hinn svarar:Æ, ég ætla þá að leggja mig aðeins. Ræstu mig þegar hún kemur.
Ég á lítinn strák sex ára, sem er aðeins inni á einhverfurófinu og er ekki alveg að skila frá sér, því sem maður getur kallað eðlilegt miðað við aldur. Stundum grípur hann frasa, sem koma fram við aðstæður sem passa ágætlega við. Hann hafði heyrt mig segja við konuna mína:Aumingja Davíð, að vera bankastjóri í seðlabankanum núna. Vinur minn kom í heimsókn daginn eftir, og við töluðum um alla heima og geima. Litli kallinn stóð þarna og fylgdist með. Svo bar Davíð á góma. Þá heyrist í litla kallinum. Davíð er aumingi í Seðlabankanum núna. Við vinirnir einfaldlega lögðumst emjandi í gólfið. Ég er enn með smá harðsperrur í sekknum.
Allri alvöru fylgir jú eitthvert gamni, eða þannig.
Og hana nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.