26.6.2009 | 17:49
Ekki borga IceSave.....og Ísland einangrast...ha?
Ísland verður á sama stalli í samfélagi þjóðanna og Norður Kórea og Kúba ef Alþingi samþykkir ekki Icesave-samningana segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor. Hann segir að stríðsástand gæti skapast í íslensku efnahagslífi, fyrirtæki færu í fjöldagjaldþrot og Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu í heiminum.
>>>
N-Kórea er ekkert einangruð. Þeir gera bara það sem þeim sýnist. Og þeir nota peningana sína í vopn, í stað þess að kaupa rusl. Land í einangrun hefði ekki bolmagn til þess að smíða kjarnorkuvopn og eldflaugar til þess að bera þau. Hafnbann virkar ekki, því Kína er með opna leið þangað.
Cuba var og er ekki einangruð. Rússar sáu til þess. Og Spánn hefur alla tíð haft samband við þá. Þó þeir hafi ekki getað keypt bílavarahluti frá BNA, þýðir ekki að þeir séu í einangrun.
Kannski er það nú líka bara best fyrir okkur Jónana að við fáum ekki fyrirgreiðslu. Hún er búin að vera okkur dýr fyrirgreiðslan undanfarin ár.
og
Þórólfur Mattíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að draga þurfi úr útgjöldum eða hækka skatta til þess að mæta mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
>>> Ja, hvílík viska. Ég hefði aldrei látið mér detta slíka snilld í hug. Ég er alveg dolfallinn, þvílík lausn. Auðvitað þetta er lausnin.
code
Hagfræðiprófessor segir að afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina. Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum. Eftir rúm 7 ár hefjast greiðslur af Icesave-láninu. Lánið er upp á um 650 milljarða króna með vöxtum upp á 5,5%. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands hefur reiknað út hve miklar afborganirnar verða.
Hann gerir ráð fyrir að þegar eignir Landsbankans hafi gengið upp í skuldina standi eftir 10-25% eða 65 til rúmlega 160 milljarðar króna. Hann segir mikla óvissu vera í útreikningunum og ekki séu allar staðreyndir á borðinu. Hann telji þó að fyrsta greiðslan muni nema 0,5-1,5% af landsframleiðslu það ár.
Hvaða karl er nú þetta? Hvað er hann að gera í háskóla? Mín skoðun er sú, að það sé nú ekki skrítið að Ísland skuli vera á hliðinni með kandídata frá þessari deildinni.
og hana nú.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.