Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Aumingja Svavar Gestsson......

Einu sinni var lítil stelpa sem ætlaði að lýsa aðstæðum pabba síns sem var á sjó um jólin. "Pabbi minn er aumingi því hann verður úti á sjó um jólin". Ég held að þetta atriði eigi vel við, þó bókstaflega samt.

Ekki veit ég hvernig manninum datt í hug, í fyrsta lagi að lýsa yfir leti sinni í samningagerðinni um Icesave. "Ég nennti þessu ekki lengur" var haft eftir honum. Í öðru lagi að fjarlægja gögn sem skiptu verulegu máli í meðhöndlum stjórnvalds á þessu máli, og halda að hann kæmist upp með þetta allt saman. Svo er það náttúrulega spurningin: Hvað meira er hann búinn að afreka í gegnum tíðina?

Ekki veit ég um aðra, en í mínum huga er ég búinn að strippa allar medalíur og borða af karlinum. Reka hann úr starfi með skömm. Svifta hann öllum sérsamningum um eftirlaun. Snoða, baða í tjöru og hella úr einum kodda yfir allt saman. Þetta var tíðkað í Frakklandi við ákveðnar persónur í lok stríðsins, þegar mönnum var heitt í hamsi.

Einhver kallaði hann Svavar Student eftir letikastið. Ekki veit ég hvort það er réttnefni, en það er orðið ljóst að á þessum síðustu upplýsingum sem fram hafa komið, að hann reyndi að svindla á þessu prófi. Slapp ekki alveg í gegnum það. Kannski væri réttara að skrifa "d" í Student með spegilskrift og á hvolfi.

Og hana nú!


mbl.is Uppnám á þingi vegna skjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband