Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
18.2.2009 | 10:13
Stórhreingerning..........
Mbl.18.2.09 bls.24
Stórhreingerning fyrir kosningar......
Íris Erlingsdóttir veltir upp nokkrum spurningum sem þarf að svara fyrir tilvonandi kjósendur, þannig að menn geti áttað sig á því hvar beri að setja Xið sitt. Varla verður það mjög auðvelt, þar sem enginn af núverandi stjórnendum landsins kom er laus við stimpilinn. Hvorki stjórnarliðar né stjórnarandstaða. Sumir vissu hvað var í gangi, aðrir litu framhjá því og enn aðrir unnu ekki vinnuna sína. Það hefur komið fram áður, að FME stóð sig ekki í stykkinu og svo virðist sem vald þeirra til þess að ganga að gögnum hafi ekki verið nógu mikið. Menn lögðu starfsmenn FME í einelti inni í bönkunum eftir því sem manni skilst. Ekki gott starfsumhverfi, að hafa ekki vald til þess að vinna vinnuna sína. Enda báru þessir fjármálasnillingar enga virðingu fyrir FME. Þannig að það breytir engu hvað FME vissi og hvenær. Það var máttlaus stofnun. Og máttlaus stofnun er kjörinn vettvangur fyrir spillingu í hvaða mynd sem hún er.
Gjafir??? Við erum varla að tala um eina Whisky-flösku hér. Það hefur ekki farið framhjá neinum að stærstu gjafirnar sem veittar voru á báða bóga, voru milljarðar færðir á silfurfati í fomi allskonar fjármálakrókaleiða, svona einskonar Chinese Navigation eins og þetta er kallað til sjós, þegar Rules of Road verða að Chaos. Það gerist þegar menn fara að róa á öllu sem flýtur, frá þvottabölum og uppúr.
Þessar millifærslur sem spurt er um. Það verður nú aldeilis handleggur gæti ég trúað. Ætli þær séu ekki allar grunsamlegar með tölu?
Icesave reikningunum var ekki breytt, vegna þess að hér á landi getur Björgólfur verið bara sorry og sagt: því miður...... Hann hefði ekki komist upp með það í henni Britanníu. Sennilega væri hann með chain and ball núna, eða nánast. Það var alltaf meiningin að stela þessu og láta okkur borga brúsann. Snillibragð hjá þeim feðgum, ekki satt?
Ef eignir Landsbankans hafa ekki verið seldar á sanngjörnu verði, tja, Landsbankinn var varla seldur á sanngjörnu verði í upphafi. Ef ekki, hverjir báru ábyrgð á því? Sennilega þeir sömu og eru enn að vasast í þessu.
Öll heila stjórnsýslan sat í súpunni. Björgvin G. Sigurðsson var látinn bíða þar til búið var að éta upp megnið af súpunni, en restinni síðan makað útan á Björgvin áður en hann stóð upp. Þannig tók hann alla súpuna með sér. Það sér nú hver bjálfi að svona akaba dabra er nú bara blekking. Það eru ekki til neinir galdrar. Bara sjónhverfingar.
Nei, líðræði er ekki auðvellt. Það er í rauninni óframkvæmanlegt. Líðurinn kýs ekki til þess að ráða einhverju. Heldur til þess að gefa einhverjum vald til þess að ráða. En það bara virkar ekki. Ef meirihlutinn kýs að gefa t.d. Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt, þá ákveður fámennur hópur í flokknum hver fer með valdið, þannig að þetta endar í höndum nokkurra manna, og í sumum tilfellum í hendi eins manns. Þannig endar lýðræðið í einræði þegar upp er staðið. Stundum flokksræði, ef enginn er nógu frekur til þess að hrifsa alla taumana. En eins og við vitum endar flokksræðið í átökum og menn koma sér saman um eitthvert kompromi, til þess að halda andlitinu og völdunum. Það getur heldur varla talist til lýðræðis, þegar sá sem fær minnst fylgi er skyndilega kominn með taumana, vegna ógnandi stöðu. S.br. Frammsókn í marggang.
Meðan við höldum okkur við þetta kerfi, er þetta dæmt til þess að mistakast allt saman, og sama sagan mun endurtaka sig. Hún er búin að vera að endurtaka sig í gegnum tíðina, en menn hafa bara ekki nennt að líta eftir því hvað er að gerast. Útgerðamenn, herprangarar, orkugraðhestar og stóriðjubraskarar. Þetta er allt blóðsuguverkandi. Núna kom bara skellurinn allur í einu. Það tekur enginn eftir því þótt dammurinn leki eitthvað út hér og þar. En ef hann brestur í heilu lagi verður tjónið dálítið áberandi. Nógu mikið til þess að menn finna verulega fyrr því.
Því miður er það mitt mat, að engin stórhreingerning verði. Kannski svona Monkey Shine, þar sem dreift er úr skítahaugunum yfir stærri flöt. Drullutaumunum á veggnum dreift út um allan vegg, þannig að það líti út eins og hreint, bara annað litabrigði.
Og hana nú..............
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar