Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Æ, nú gerist það aftur....

 Mér sýnist mál vera að þróast þannig, að Bretar og Hollendingar verði sjálfir að greiða þessa blessuðu IceSave skuld til sinna þegna. Og þegar upp verður staðið, að Tjallarnir verði að athlægi enn einu sinni í viðskiptum sínum við Íshestana í norðri. Þeir voru halastífðir á síðustu öld og enn er smá stubbur eftir á Ljóninu til þess að klippa af. Kannski hleypur svo illska í allt saman og gamla hræið verður annaðhvort kúrerað hérna heima eða svæft endanlega.

Reyndar eigum við inni nokkur pund hjá grönnum okkar, ef farið væri út í þá sálma. Svona lauslega 100.000.000.000- evra, ef notuð er 5,5% reglan á vaxtakjörum. Þetta eru eitthvað um 1,8 í þrettánda veldi krónur. Reyndar var ég hógvær þegar ég áætlaði að þeir hefðu tekið héðan u.þ.b. 250 þúsund tonn af fiski í 30 ár, á 5 evrur kílóið. Og svo vexti frá þeim tíma sem þeir gáfust upp 1975. Nú svo er það tjónið sem þeir ollu með frystingu eigna og setningu hryðjuverkalaga. Stórfelt tjón á nátturu landsins á stríðsárunum, sem enn er víða að sjá. Nokkur mannslíf og svona mætti lengi telja.

Væri ekki mál að senda köllunum reikning svona í byrjun árs, og sjá hvort þeir borga ekki fyrir vorjafndægur. Þetta eru bara smáupphæðir per haus í GB eða um 1600 evrur. Þeir hefðu bara gaman af því að leggja í púkkið. Allavega miðað við að þeir ætlist til að íslenskir þegnar greiði milli 10,000 og 30,000 evrur per haus.

En eins og ég minntist á í upphafi, þá verður þetta jafnað út, og allir verða ánægðir með sitt. Enda eru Tjallarnir með alla IceSave aurana í Breskum bönkum eða því sem næst. Ætli maður verði ekki að telja Cayman og öll þau sandrif til GB. Þeir ætluðu bara að reyna að fá þetta tvisvar með smá handrukkun.

Og hana nú.

 


Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband