Afsakið mig!

Æ, fyrirgefið. Ég var ekki að segja brandara. Það fóru bara allir að hlæja óvart. Þetta var ekkert fyndið. Ja hér og hérna. En auðvitað getur maður í þessari stöðu ekki verið að flyrta með grafalvarlegt mál eins og  þetta. Það er bara of seint að grípa fyrir langrifuna, þegar kúkurinn er kominn í buxurnar. En hvað svo sem því líður, þá hefur bara ekkert verið kannað um hamingjuástand íslendinga síðan allir voru súperhappy. Ég er ekkert hamingju- eða óhamingjusamari en ég var þá. Þannig held ég að sé með flesta þá sem ekki byggðu hamingju sína á fjámálafífldirfsku. Peningar eru ekki allt í þessu lífi. Þeir eru í hæsta lagi í þriðja sæti.

Til sjós er lífið um borð í skipi svona einskonar microsamfélag. Þar er hæðstráðandi, og svo næstráðandi og svo koll af kolli. Lægst setti ræður svosem engu, en hann þarf samt að spila með svo samfélagið virki eins og ætlast er til.  Markmiðið er að sigla frá A til B áfallalaust, eða a.m.k. eins áfallalítið og kostur er. En til þess að það geti gerst, að þá þarf að vera skipstjóri, sem er skipstjóri og ekkert mehe með það. Sá hinn sami ræður. Aðrir taka ákvarðanir um hinar ýmsu gjörðir um borð eins og þeir áætla að skipstjórinn mundi gera, ef hann er ekki viðlátinn. Maðurinn þarf að sofa líka. En um leið og þess er kostur gefur vakthafandi honum skýrslu um ástandið. Hvað hefur verið gert. Hver staðan er nú, og áætlun um framhaldið. Kallinn fer yfir málið. Undir normal aðstæðum sér hann í hendi sér hvort allt er í lagi. Það er ekki í lagi ef hann sér ekki hvort vankantar eru á skýrslunni. Alvöru skipstjórar kolla allt sem gert er. Aðeins þannig getur hann haft stjórn á skútunni. Ekki gengur heldur að tveir ráði. Ef það gengi vel eða jafnvel betur en að hafa einn, þá væru tveir skipstjórar á hverju skipi. En þannig er það bara ekki.- Ef þannig vill til, að skipið verði fyrir áföllum af einhverju tagi, þannig að hætta er á total tjóni, þá er strax byrjað að vinna að því, að bjarga skipinu. Öll tiltæk ráð eru notuð. Menn bíða ekki eftir því að ástandið lagist af sjálfu sér. Send eru út neyðarköll, fyrst PAN svona til þess að gera öllum sem heyra til, grein fyrir því að hætta gæti verið á ferðum. Þá fara aðrir að hlusta og eru ekki að blaðra á rásinni á meðan. Ef ástandið versnar og útlit er fyrir að skipið ætli ekki að hafa það af, er sent út alvarlegt neiðarkall, MAYDAY, (SOS), sem þýðir að allt stefni í voða. Menn gera sig klára til þess að bjargast. En það yfirgefur enginn skipið fyrr en skipstjórinn gefur grænt ljós á það. Bara rotturnar stinga af. En meðan vært er um borð er best að vera þar. Ef menn yfirgefa skipið, þá fer skipsjórinn síðastur frá borði, eða alls ekki frá borði. Oft hefur hann farið niður með skipi sínu. Það eru þeir huguðustu sem það gera. Aðal ástæðan fyrir því, að skipstjórinn fer ekki frá borði fyrr en í fulla hnefana, er sú, að mannlaust skip á floti er í raun eign þess sem fer um borð. Þannig að ef skipstjórinn fer of snemma og skipið ferst ekki, þá getur sá sem fyrstur kæmist um borð, talist réttmætur eigandi þess og farms. Hvort sem skipið bjargast eða ekki, eru haldin sjópróf. Menn vilja sjá hvað gerðist. (Fynna blóraböggul er það kallað þegar það er gert við hvítflybba glæpaspírur). Skipstjórinn situr alltaf uppi með eihverja ábyrgð, sama hvað gerist. Hann hefði átt að sjá þetta fyrir. Svona er þetta í hnotskurn. Nú er spurningin:"Hver er skipstjóinn á okkar skútu?" Samkvæmt minni skilgreiningu hlýtur það að vera forsætisráðherra. Hinir ráðherrarnir eru stýrimenn hjá honum. Þeir eiga að gefa skýrslu til hans um ástandið. Driffjöður skútunnar er þá atvinnulífið og fjármagnið er eldsneytið. Það gengi varla að vélstjórinn væri að skrúfa fyrir eldsneytislokana á víxl eftir því hvort honum finnist að skipið eigi að hafa afl eða ekki. Það er skipstjórinn sem ræður því. Auðvitað hafa skipstjórinn og vélstjórinn samráð um keyrlsu vélarinnar, því það er í verkahring vélstjórans að  meta það hvað vélin þolir að vera keyrð. En það gerist ekki að vélstjórinn keyri vélina alfarið eftir eigin höfði, og tilkynni svo kallinum eftir á hvað var verið að gera í pyttinum. En svona hefur nú þjóðarskútunni verið siglt að undanförnu. Og aðgerðirnar sem menn eru í, eru alveg út í sjóndeildarhring, og hafa lítið með skútuna að gera. Það er varla litið eftir rottunum sem nöguðu gat á skútuna, og fóru með stóran hluta eldsneytisins með sér, olían lak út um götin, og restin er í dunkum sem rotturnar sitja á og róa lífróður til þess að koma því undan. Það besta var, að enginn vissi að þetta voru rottur. Héldu að þetta væru hænur að verpa gulleggjum..... Kanski átti skipstjórinn að lesa líffræðina sína betur. Hænur eru fuglar en rottur nagdýr. Furðulegt að átta sig ekki á þessu, sérstaklega þegar ein aðal rottan var þekkt. Hún var nefnilega búin að naga göt áður.- Það er þó einn aðlili sem getur sagt skipstjóranum fyrir verkum til sjós. Það er útgerðarmaðurinn, eigandi skipsins. (Nema útgerðarmaðurinn, eigandinn og skipstjórinn séu einn og hinn sami). Nú er það stóra spurningin. Hver er útgerðarmaðurinn? Það hlítur að vera almenningur í landinu. Svona eins og hluthafar. Og hver fer með umboð hluthafa? Er það forsetinn? Það er allavega ekki skipstjórinn, eða vélstjórinn. Hver getur tekið völdin af skipstjóranum og þar með áhöfninni, ef þeir eru að stefna skipinu í strand fyrir allra augum? Að mínu mati lítur helst út fyrir að skipstjórinn og elítan í kringum hann ætli að hunsa útgerðarmanninn komplet. Þetta þykir nú ekki góð lenska.

Hingað til hefur skipstjórinn verið ráðinn eftir útlitinu einu saman. Kunnáttan hefur verið látin liggja á milli hluta. Það er ekki einu sinni athugað hvort maðurinnn kann siglingarfræði. Hann hefur bara horft á hvernig forverinn hefur gert og apap það svo eftir. Reyndar líkjast þessir hottentátar helst selskaps-liðinu sem stjórnaði Titanic og allir sem vilja vita það, vita hvernig það fór. Selskapurinn hélt áfram þar til dallurinn stóð upp á endann, og enginn hafði stjórn á neinu þar. Harmleikur sem enginn vildi taka þátt í, en........

Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband