15.11.2008 | 21:18
Nú er ráð!
Þar sem við erum búin að tapa aleigunni og mikið rúmlega það, allan sparnað ríkis, sveita, fyrirtækja og einstaklinga til margra ára og mörg ár fram í tímann. Þá væri best að klára dæmið og brjóta niður allan ósómann sem búið er að hrófla upp hér í miðborginn. Tökum til dæmis skuggablokkirnar. Það þarf nú engan speking til þess að sjá, að það hefur ekki verið farið eftir grenndarkynningu eða samþykktum. Síðustu tveir turnarnir eru ekki eins og sá fyrsti. Þeir eru stærri. Svindl og svínarí eins og von var og vísa. Stúdentablokkirnar við Lindargötu. Hvaða bjálfar hönnuðu þennan óskapnað. Maður gæti haldið að þeir hefðu setið í Sing Sing og fengið réttindin sín í gegnum ritskoðaðan bréfaskóla. Ekki hefur verið farið eftir kvöðum um bílastæði, enda eru allar gangstéttar í kringum monsterinn þéttsetnar blikkbeljum þessa fólks, þannig að þeir sem aka um í hjólastólum eða með hjálpargrindur, komast hvergi. Það er nú bara lágmark, að þessir ömurlegu nágrannar sjái sóma sinn í því að finna einhverstaðar bílastæði þó þeir þyrftu að tölta einhvern spöl heim í braggann. Gott væri að losna við allan komplexinn eins og hann leggur sig, frá Ingólfsstræti að Snorrabraut (kannski Kalkofnsveg 1 líka) og endurheimta útsýnið frá miðborginni. Ég tala nú ekki um sviftivinda harmoníuna sem orsakast af þessum kumböldum. Þetta kostar ekki nema 3-4 afsagnarsamninga fyrrverandi bankastjóra. Burt með þetta drasl, og þar myndum við líka losna við óþægilegar minnigar um sóun og bruðl þessara tíma. Því þetta er og verður minnismerki um það sem hér hefur gerst, svo lengi það fær að standa. Þetta var nú líka hugarfóstur krumma, sem skyndilega er hættur að krunka og flögra. Skildi hann hafa týnt flugfjöðrunum. Kannski situr hann bara á ruslahaugnum sínum í nesinu og bíður eftir brauðmola frá kónginum í Bikhöll. Þetta er nú meiri ólukkan
Í Mýragötu 2-6 er einn síðasti gamaldags slippurinn í Evrópu. Ferðamenn sem hingað koma eru alveg dolfallnir yfir þessu apparati. Það er mikið tekið af myndum í gegnum portdyrnar í Ægisgötu. Nú væri ráð að hætta við að eyðileggja hann en breyta þessu svæði í hluta af sjóminjasafninu á Grandanum. Reyndar mætt jafnvel taka upp smærri skip og gera þau sjóklár þarna.
Það er búið að eyðileggja Stálsmiðjuna. Það verður ekki aftur tekið.
Þar sem Hraðfrystistöð Reykjavíkur var við Mýrargötu er verið að byggja enn einn vitleysingakompexinn enn og hver ætli vilji kaupa sér húsnæði þarna. Huh.
Úti í Örfirisey er búið að valda þvílíkum spjöllum. Þarna voru matarkistur æðarfugls í þúsundatali. Allt er farið. Grámyglulegar lagerbyggingar á svæðinu, sem standa á uppfyllingu sem tekin var á grunnslóð hér í flóanum og Hvalfirði, og ég tala nú ekki um olíudunka stelþjófafélaganna.
Burt með þetta drasl.
Og hana nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.