15.11.2008 | 22:43
Heimilum hjálpað.
Morgunblaðið 15. nóvember 2008
Stórfyrirsögn. Heimilum hjálpað Hjálpað til hvers? Létta greiðslubyrði sem skipstjórinn kom uppá fólk með ruglsiglingu sinni. Þarna standa þau, skipstjórinn og yfirstýran, ekki brosandi þó, enda væri það dálítið broslegt . Í raun held ég að þau ættu bara að hætta þessu brölti og fá sér bara vinnu í landi, ef þau eru þá nothæf.
Það hafa verið notaðir frasar um það sem er að gerast í efnahag þjóðarinnar, eins og stórsjóir, brotsjóir, hamfaraveður og ég veit ekki hvað. Í fyrsta lagi veit enginn nema sem hefur reynt það sjálfur hvað svona orð þýða. Þetta er svona álíka eins og þegar Gaui skipstjóri á Boggunni, skrifaði sjálfsævisögu sína. Titillinn var Um Heimshöfin Sjö Hann hafði jú verið á Boggunni í 50 ár. Kannski skipstjórinn skrifi sögu sína undir titlinum; Í stormi og stórsjóum.
Nú á semsagt að fara að hefja hjálparstarfið. Það er eins og náttúruhamfarir hafi orðið. Og nú þurfi fólk hjálpar við. Þetta er bara ekki þannig. Þetta var búið til af mannavöldum. En það er að bitna á fólki sem tók ekki þátt í þessu, nema að mjög litlu leiti. Það á ekki að hjálpa þessu fólki. Það á að borga því til baka sem frá því var tekið. Skipstjórinn og útgerðin eru ábyrg og eiga bara að skila þessu til fólksins. Ef það er ekki hægt að ná þessu af bruðlsliðinu sem er búið að koma góssinu á bankareikninga á Karabísku eyjunum, þá verður útgerðin bara að borga. Við þurfum enga hjálp frekar en Icesave reikningseigendur. Þeir vilja enga hjálp. Þeir vilja bara fá peningana sína til baka, og ekkert muhu með það. Ef ríkið hefur ekki tök á að ná þessum peningum til baka frá þotuliðinu, þá verður bara að beita einhverjum öðrum ráðum sem duga. Hvaða ráð mundu t.d. Rússnesk yfirvöld nota? Þau eru fullkomlega lögleg yfirvöld og enginn hefur borið brigður á aðferðir þeirra opinberlega. Nokkrir blaðamenn, sem voru kvaddir í kútinn. Engar svokallaðar lýðræðisríkistjórnir beittu sér í þeim málum. Þannig getur íslenska ríkið tekið sér Pútin og hans menn sér til fyrirmyndar á meðan aurarnir eru að skila sér. Hann er nefnilega alvöru skipstjóri. Lætur ekki einhverja peningakalla plata sig. Hann er svo klár, að í dag þorir enginn frá þessum svokölluðu kurteisisríkjum að reyna neitt við hann í orðaskaki. Hann bara kveður þá svo alvarlega í kútinn að ekkert nema stór skammtur af valíum getur gert þeim gott á eftir. Þið vitið hvað ég meina.
Og hana nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.