Björgólfur ritskoðari hvað?

Í DV er Björgólfur Guðmundsson kallaður “Ritskoðari á fjölmiðlamarkaði”. Kallinn er nú ekki efstur á vinsældarlistanum mínum eins og margra annara. En hvað er verið að tala um. Hann keypti upp bókaupplag, þar sem eitthvað var sagt um konuna hans, og honum líkaði það ekki. Ég hefði nú gert það sama, ef svona uppákoma hefði orðið hjá mér. Þetta er eins og að maður væri beðinn um að skrifa æfisögu sína, en mætti ekki þegja yfir þeim atriðum sem manni þætti vera sitt algjöra prívat. Til hvers er verið að ætlast. Hver getur skrifað æfisögu sína, og látið allt koma fram óritskoðað? Hvaða bull er þetta. Allavega hefði átt að spyrja Þóru um það áður, hvort hún væri sátt við þessa umfjöllun eins og hún var. Þá hefði bókin verið prentuð óritskoðuð, eða hvað?

 

Ég hef ekki lesið sögu Thorsarana. Ég ætla ekki að lesa hana. Afi minn byrjaði að vinna hjá Milljónafélaginu, þegar hann var 15 ára, og hætti hjá Kveldúlfi þegar hann var 80 ára. Það er, að hann vann hjá Thors í a.m.k. 60 ár. Aldrei heyrði ég hann segja eitt einasta styggðaryrði um þá fjölskyldu. Einu sinni sagði ég eitthvað um Óla Thors, sem átti að vera brandari. Minn gamli tók mig á beinið. Hann sagði mér hvað gamli Thor Jensen hafði gert í gegnum tíðina, og í dag dettur mér helst í hug Jóhannes í Bónus, og hans tilstuðlan til kjarabóta fyrir alla landsmenn. Það verður ekki frá honum tekið hvað svo sem Jón Asgeir gerir o.s.fr.

Eftir þessa uppákomu með brandarann, sagði hann mér ýmislegt um þessa fjölskyldu og framkomu hennar. Ég trúi því sem hann sagði. Aðal ástæðan fyrir því að ég trúi því, er sú, að amma, sem var jú gift afa, var ekki neinn Thorsara dýrkandi. En hún sagði mér, að þetta væri satt, allt saman. Þannig að ég þarf ekkert að lesa um þetta fólk. Þetta voru bara gull af mönnum. Framhaldið í yngsta Thorsaranum, þennan með koffortin, verður saga til næstu kynslóðar. En hverjum Þóra var gift, og hvað hann var að gera, kemur engum við, ef hún vill ekki að okkur komi það við. Þannig er það bara með alla menn og konur.

 

Verst þykir mér, að Björgólfarnir hafi ekki komið aðeins fyrr. Þá stæðu hin gullfallegu Kveldúlfs hús við Skúlagötu sennilega enn. Þau hús voru byggð af mikilli dirfsku á þeim tíma. Þau voru risastórt antik. En peningagræðgin og yfirgangur nokkurra aðila, eyðilagði húsin og byggði þetta líka monsterium ofan á rústunum. Þvílíkt og annað eins. Þessi kolsvarta blokk verður aldrei antik. Hún verður sígild. Sígilt dæmi um græðgi, hroka og eimtromlu pólitík. Valta bara yfir allt og alla. En ég náði mér í hrosshaus norður í Skagafjörð, og ég og hausinn sátum niðri á Klöpp gegnt Eikt. Þetta svínvirkaði, þó við sætum ekki saman þarna nema í 2 klukkutíma. Eikt hörfaði frá dæminu í Skugga, og blokkin ber merki Grána ennþá. Það tollir ekkert utan á henni, og að innan er hún eins og Undraland. Þetta verður aldrei annað en spítukarl. Aldei alvöru strákur.Devil Nú er það spurningin með ÍA. Lifa þeir Grána af? Góð spurning. Gráni er kominn norður aftur á sinn stað. Kannski er einhver galdraseiður sem býr í blokkinni sem getur varist þessu úr því að sá veit þetta núna. Wizard  Menn eru með ýmsar getgátur um það, af hverju þessi hús eru svona óstýrilát. M.a. illa byggð, gallaðar flísar og bla bla. Ég held að þau séu bara að liðast í sundur. Allt í mikrómetravís, en hægt og bítandi. Hvenær það gerist að þetta hrynji saman veit enginn. En það kemur að því. Nú og svo koma þau til með að verða umflotin sjó áður en langt um líður. Það er gert ráð fyrir að sjávarborð hækki um 6 til 8 metra. Þá verða Skuggablokkarmenn að fá sér BMW bátaflota í skiptum fyrir bílaflotann.

 

Og hana nú.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband