19.11.2008 | 13:00
Geir, alvöru eða spítu, ha?
Ég er orðinn hundgamall karl. Var enn með bleyju og pela þegar Davíð kallinn fæddist. Og ég man þá tíð þegar Geir var ný tálgaður og málaður. Leit út eins og lifandi, en samt með strengina. Þá var hann til alls líklegur. Flottur (spítu) strákur. Svo kom Bláa Dísin og strengirnir féllu. Hann fékk sinn Tuma. En sá Tumi var ekki lítil krybba. Hann reyndi og fór eftir samvikunni, og alltaf færðist hann nær takmarkinu. Að verða alvöru strákur. Og þetta var alveg að koma. Letingjaland leyfði strákunum að skemmta sér lengur og meira í þetta skipti. En einn og einn týndu þeir tölunni, og voru sendir í áþján peninganna. Asnakjálkar. Allt í einu, eins og fret úr löngu dauðum kroppi, var Letingjalandi lokað. Geir kominn með eyrun og halann. Tumi farinn með meðalíuna sína, og hættur að vera samviska. Hvað verður nú til ráða? Þetta er agaleg uppákoma. Bláa Dísin hefur yfirgefið svæðið, og kemur ekki aftur. Nú er bara að sjá hvort þróunin heldur áfram, og hófar fara að myndast og málið að breytast í hrynur. Þegar það fer að gerast, er það orðið of seint. Og asninn sprettur fram fullskapaður og verður aldrei alvöru strákur. Ekki einu sinni spíturass. Gosa tókst það þó, því hann lagðist í nánast vonlausan björgunarleiðangur til þess að frelsa pabba sinn og það sem honum var kærast. Honum tókst að fá monsterinn til þess að opna gaphúsið, og sleppa út. Með miklu harðfylgi og hug, komst hann frá skepnunni. En hann færði fórn sem er táknræn í sögunni. Hann lét lífið sem spítustrákur með asnaeyru og hala, og fékk líf alvörustráks að launum fyrir sitt framlag.
Nú er það spurningin hvort Geir vill spretta upp kvikindinu, og sjá hvað það hefur að geyma? Til þess þarf að svæla út óþverrann og opinbera hann. Getur hann það? Hefur hann þorið og styrkinn til þess. Hann hefði þjóðina með sér í þeim slag. En það er spurning hvort við, heildin getum gefið honum það support sem hann þarf til þess að verða alvöru strákur. Það verður sársaukafullt, og mikið um ýlfur og skræki. En ef tekst að draga út það sem heldur viðurstyggðinni lifandi og kála því, þá gengur þetta.
Geir, slægðu kvikindið. Dragðu ormana út. Þeir eru sumir ljótir og feitir. En það mun skila sér.
Og hana nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.