Icesave, Icesave! Ha?

Í DV 27. oktober 2008.

Björgólfur Guðmundsson segir frá því, að kaupæðið sem rann á íslendinga hafi valdið því að allt frjámála kerfi landsins hrundi. Well, kannski. Ég var svo djarfur að kaupa mér jeppa, á 150,000 og flatskjá á 80,000. Staðgreiddi þetta reyndar. En ég skal taka á mig sökina. Ekki málið. Verst að það skildi verða hundruð milljarða tjón af þessu. Við hefðum sloppið fyrir horn ef ég hefði sleppt jeppanum. Nú skuldin á jeppanum er þá í kringum 1500, milljarðar, og skárinn hefur þá sennilega fallið um 800 milljarða. Þá skulda ég í þessum fjárfestingum um 2300 milljarða. En ég lagði ekkert inn á Icesave, þannig að ég skulda þá sennilega ekki mjög mikið þar. Kannski svona 500 milljarða. En þegar ég borgaði þessa hluti, var mér ekki ljóst hve miklir fjármunir voru í húfi. Vissi hreinlega ekki að ég var marga, marga mínus milljarða í höndunum. Ótrúlegt hvað maður getur verið blindur á stundum. Eins gott að ég vann ekki 36 milljónir í Lottó. Það hefði farið með fjárhaginn endanlega.

 

Hvað ætli hafi orðið af aurunum sem fólkið í Bretaníu lagði inn, úr því að nú á það eins og ég, bara mínus tölur í bankanum? BG segir að enginn tali um eignirnar sem komi á móti. Ég hélt að þær hefðu brunnið upp. Reyndar get ég ekki alveg skilið þetta dæmi. Ef ég kaupi kofa á 100 kall, og hann er metinn á hundrað kall, að þá breytir engu þó ég fari á hausinn. Kofinn heldur sínu mati, nema auðvitað ef fólk veit að ég fór á hausinn, að þá fellur matið á honum í núll og hægt að fá hann gefins. Eða hvað? Allavega var einhver hellingur af eignum sem LÍ átti í Bretaníu sem féllu um marga marga milljarða vegna þess að ríkið hirti LÍ. Kannski var þetta bara kofi sem var metinn á 1000 milljarða af því að LÍ átti hann, en var í raun bara núll virði þegar NLÍ eignaðist hann. Eða hvernig er þetta eiginlega. Eru eignir verðmetnar eftir því hver á þær. Ég hélt að matið væri tengt allt öðru lögmáli. Þegar ég ætla að kaupa eitthvað, þá met ég það voða lágt. En þegar ég ætla að selja, þá met ég það voða hátt. Málið er bara að það tekur enginn mark á því nema ég. Því kaupi ég aldrei neitt, því það er alltof dýrt, og sel aldrei neitt, því ég fæ ekki nóg fyrir það. Lögmálin hjá útrásarvíkingunum voru allt öðru vísi, Einn keypti eitthvað sem var á hausnum voða dýrt. Síðan fann hann annan útrásarvíking sem keypti þetta eitthvað á helmingi meira og fannst það bara skrambi ódýrt. En varð samt að fara í bankann hjá þeim fyrsta og slá lán til fjármögnunar. Síðan þurfti að finna þriðja víkinginn til þess að kaupa þetta eitthvað einu sinni enn, og þá helmingi dýrara en síðast. Þar sem fyrsti víkingurinn vissi að þetta eitthvað var orðið voða verðmætt frá því að hann keypti það fyrst, þá bauð hann þriðja víking að kaupa það, og notaði innlán múgsins til þess að dekka kaupin. Milljarðarnir skiptu um hendur en þetta eitthvað var enn á hausnum og var eiginlega búið að kosta allann ágóðann í tap, sem var þó ekki búið að borga. Þeir aurar voru í geymslu í víkingabúðunum, og voru tilbúnir til þess að nota þá seinna. Þetta eitthvað var nú orðið voða mikið vermæti, en skuldaði einhver reiðinnar bísn, og þar lá verðmætið. Æ ég er eiginlega ekki að skilja þetta, þó svo að ég sé að skrifa þetta sjálfur. Alveg eins og víkingarnir botna ekkert í því hvernig við gátum eytt svona miklum aurum í Jeppa, hjólhýsi og flatskjái. Gjörsamlega óskiljanlegt, og með þessari óráðsíu, eyðilagðist Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing á einu bretti. Og það sem verst var, Icesave eyðilagðist líka, og eignirnar fuðruðu upp. Meira liðið þessi íslenski almúgi. Ja ekki skildi mig undra þó duglegu víkingarnir vildu ekki vera að vasast með aura í þessu landi í framtíðinni. Það er bara stórtap á þessu. Ekki hægt að selja flatskjáina upp í Icesave og bjarga okkur frá Bin Laden lögunum þeirra Brúnka og Elskunnar.

 

Nú notum við bara Icesave, Icesave í staðinn fyrir Úlfur Úlfur. Það ætti að virka, eða hvað?

 

Og hana nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón Emil Arngrímsson
Guðjón Emil Arngrímsson

Nýjustu myndir

  • Ice...
  • AFTUR !!
  • ...age1_870273

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband